Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

107. fundur 10. apríl 2024 kl. 16:15 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Heimsóknir til listamanna

Málsnúmer 2211001Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd sækir listamenn heim. Í þetta sinn eru þau Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson heimsótt.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Piu Rakel og Kristjáni fyrir höfðinglegar móttökur.

2.Trilludagar 2024

Málsnúmer 2401058Vakta málsnúmer

Trilludagar verða haldnir 27. júlí 2024. Á Trilludögum gefst gestum tækifæri til að fara í útsýnissiglingu með trillusjómönnum og renna fyrir fiski. Aflinn er síðan grillaður og framreiddur fyrir gesti og gangandi. Afþreying fyrir börnin á svæðinu.
Starf umsjónaraðila felst í að sjá um allan undirbúning hátíðarinnar, skipulagningu, samskipti og samninga við samstarfsaðila og utanumhald á hátíðinni sjálfri.
Þann 19. febrúar sl. auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum aðila/aðilum til að halda utan um Trilludaga 2024.
Vísað til bæjarráðs
Einn aðili sótti gögn á umsóknarfresti en sendi ekki inn umsögn. Enginn hefur því sóst eftir að sjá um Trilludaga 2024.
Markaðs- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélagið sjálft sjái um framkvæmd Trilludaga eins og hingað til.

3.Birting gagna og fundartími nefnda

Málsnúmer 2005051Vakta málsnúmer

Farið yfir reglur um birtingu gagna með fundargerðum, fundartíma nefnda og fleira sem tengist nefndarstörfum.
Lagt fram til kynningar
Farið yfir reglur um birtingu gagna með fundargerðum nefnda og ráða Fjallabyggðar. Einnig rætt um fundartíma nefndarinnar og mun nefndin stefna að því að funda kl. 15:00 framvegis.

4.Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403035Vakta málsnúmer

Dagskrá vorfundar liggur fyrir.
Lagt fram til kynningar
Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar verður haldinn 17. apríl kl. 17 í Tjarnarborg. Dagskrá lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.