Trilludagar 2024

Málsnúmer 2401058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26.01.2024

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa um fyrirkomulag Trilludaga lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða betur kosti útvistunar m.a. með því að auglýsa eftir viðburðahaldara og/eða framkvæmdaaðila.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.04.2024

Trilludagar verða haldnir 27. júlí 2024. Á Trilludögum gefst gestum tækifæri til að fara í útsýnissiglingu með trillusjómönnum og renna fyrir fiski. Aflinn er síðan grillaður og framreiddur fyrir gesti og gangandi. Afþreying fyrir börnin á svæðinu.
Starf umsjónaraðila felst í að sjá um allan undirbúning hátíðarinnar, skipulagningu, samskipti og samninga við samstarfsaðila og utanumhald á hátíðinni sjálfri.
Þann 19. febrúar sl. auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum aðila/aðilum til að halda utan um Trilludaga 2024.
Vísað til bæjarráðs
Einn aðili sótti gögn á umsóknarfresti en sendi ekki inn umsögn. Enginn hefur því sóst eftir að sjá um Trilludaga 2024.
Markaðs- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélagið sjálft sjái um framkvæmd Trilludaga eins og hingað til.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12.04.2024

Þann 19. febrúar sl. auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum aðila/aðilum til að halda utan um Trilludaga 2024.
Enginn hefur sóst eftir að halda utan um Trilludaga 2024. Markaðs- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélagið sjálft sjái um framkvæmd Trilludaga eins og hingað til.
Samþykkt
Í ljósi þess að engin aðili sótti um að standa að hátíðinni þá felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útfæra hátíðina með sambærilegum hætti og fyrri ár.