Skíðasvæðið Tindaöxl í Ólafsfirði

Skíðasvæðið Tindaöxl í Ólafsfirði 

Ólafsfjörður er bæði með skíðalyftu í Tindaöxl þar sem má finna góðar svigbrautir.

Ólafsfjörður hefur löngum verið þekktur fyrir góða aðstöðu fyrir gönguskíði og eru göngubrautir lagðar nánaust um allan bæ. Á skíðavæðinu í Tindaöxl er ein 650 metra löng Doppelmayr diskalyfta. Þá er möguleiki að setja upp litla togbraut. Einn troðari er á svæðinu og aðgangur að öðrum á álagstímum.

Brekkur á skíðasvæðinu eru yfirleitt troðnar á morgnana, það eru venjulega þrjár 600 metra langar og ein til tvær 350 metra langar brautir troðnar.

Göngubrautir eru troðnar alla daga þegar veður leyfir. Trimmbraut er lögð norðan við Ólafsjarðarvatn, rétt við byggðina. Æfingabraut er oft troðin í miðbænum. Þá er ný ljósabraut "Bárubraut" sunnan við skíðaskálann í Tindaöxl og er hún hentug til að trimma, æfa og keppa í. Yfirleitt er troðið á morgnana eða strax eftir hádegi. Brautirnar eru troðnar með spori.

Brettaaðstaða:
Brettamenn fá stór ótroðin svæði, þeir nota gjarnan þá hryggi sem eru á svæðinu og stökkpallar eru útbúnir í samráði við þá.

Veitingar:
Í skíðaskálanum er hægt að fá gosdrykki, kakó, kaffi, samlokur, hamborgarar, franskar og sælgæti. Hópar geta fengið heimilismat. Í skálanum er einnig svefnloft þar sem u.þ.b. 25 manns geta gist í svefnpokum.

Skíðapakkar:
Gerð eru tilboð fyrir hópa, lyftukort, gistingu, mat o.þ.h. Eru þessi tilboð mjög hagstæð.

NÁNAR
Sími: 466-2527 & 868-8344