Bæjarráð Fjallabyggðar

567. fundur 14. ágúst 2018 kl. 12:00 - 13:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807056Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir umsækjanda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Eftirtaldir sóttu um starfið:
Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri sérkennslu.
Helena H. Aspelund, kennari
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.

Umsækjendur voru öll metin hæf og voru boðuð í viðtöl. Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar tóku starfsviðtöl við umsækjendur og var Erla Gunnlaugsdóttir metin hæfust.

Á 57. fundi Fræðslu- og frístundanefndar þann 9. ágúst sl. lagði deildarstjóri félagsmáladeildar fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir yrði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmálanefndar í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og bíður Erlu velkomna til starfa.

2.Launayfirlit tímabils - 2018

Málsnúmer 1801031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launagreiðslur fyrir tímabilið 1. janúar til 31. júlí.

3.Ósk um þátttöku í lokuðum útboðum

Málsnúmer 1805003Vakta málsnúmer

Á 555. bæjarráðs þann 8. maí sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi ósk Aval ehf. um að fyrirtækið fái að taka þátt í lokuðum útboðum á vegum Fjallabyggðar en fyrirtækið sérhæfir sig í fráveitu og fóðrun á skólplögnum.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að starfsmenn Veitustofnunar og Þjónustumiðstöðvar hafa annast lagnaviðgerðir í Fjallabyggð. Fjallabyggð fékk síðast tilboð í fóðrun lagna árið 2015. Sjálfsagt mál er að leyfa Aval ehf að taka þátt í útboðum á fóðrun lagna ef farið verður í slík verkefni.

Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

4.Ræsting í skólahúsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga á Siglufirði.

Málsnúmer 1808014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála þar sem óskað er heimildar til að gera verðkönnun/útboð á ræstingu í skólahúsnæði tónlistarskólans á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.

5.Trilludagar 2018

Málsnúmer 1801032Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla vegna Trilludaga 2018. Í uppgjöri kemur fram að gjöld vegna hátíðarinnar voru kr. 1.216.497 og framlag Fjallabyggðar kr. 1.000.000 Mismunur nemur því -216.497 kr.

Bæjarráð samþykkir að vísa 216.497 kr. í viðauka nr. 8/2018 sem er mætt með lækkun á handbæru fé á lið 05700-4990.

6.Málefni jarðgangna Tröllaskaga

Málsnúmer 1808023Vakta málsnúmer

Í ljósi þeirra umferðartafa og öngþveitis sem skapaðist hjá vegfarendum í Múlagöngum á sunnudag sl. þegar gestir Fiskidagsins mikla voru að fara til síns heima lýsir bæjarráð áhyggjum sínum af öryggi íbúa og gesta Fjallabyggðar Þegar slíkar aðstæður skapast. Má til dæmis benda á mikilvægi þess að neyðarþjónusta í forgangsakstri svo sem lögregla og sjúkrabílar þurfa að geta komist klakklaust leiðar sinna á dögum sem þessum, þegar umferðarþungi er mikill um göngin.
Lögreglan sinnti umferðarstjórnun á föstudegi og laugardegi og gekk umferð um göngin vel þá daga.

Bæjarráð samþykkir að boða lögreglustjóra á næsta fund bæjarráðs.

7.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að skipa Ármann V. Sigurðsson varamann í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.

8.Framkvæmdir á Slökkvistöð Ólafsfirði

Málsnúmer 1807033Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð mánudaginn 13. ágúst 2018
vegna endurbóta utanhúss á Strandgötu 22, Ólafsfirði (slökkvistöð).

Eftirfarandi tilboð bárust:

Berg ehf 17.821.600
GJ smiðir ehf 14.325.521
L7 ehf 16.835.500

Kostnaðaráætlun 15.937.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

9.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Kristján Möller og Vigfús Þór Árnason á símafund en stjórn Sigurvins- áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði hefur óskað eftir því að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi styttunnar t.d. með gangstéttarhellum og bekkjum og steypi undirstöðu styttunnar.

Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar dags. 3. ágúst sl. er kostnaður vegna hönnunar, uppsetningu og frágangs á umhverfi kringum styttuna af Gústa guðsmanni áætlaður 2,5-3 mkr.

Bæjarráð samþykkir að skipuleggja og kosta umhverfi styttunnar og felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins og vísar upphæðinni sem ekki liggur fyrir endanlega í viðauka nr. 9/2018 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé á lið 11410-2990.

Bæjarráð mun fjalla aftur um erindið þegar endanleg upphæð liggur fyrir.

10.Vegur og sorphirða Hlíðarvegur 1c Sigluf

Málsnúmer 1808005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kjartani Brodda Bragasyni dags. 1. ágúst 2018 þar sem hann óskar eftir því að sorpþjónusta verði allt árið um kring að Hlíðarvegi 1c, Siglufirði vegna heilsárs búsetu og að veginum heim að húsinu verði haldið við.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

11.Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 1808011Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dags. 8. ágúst 2018 frá Lindu Margréti Sigurðardóttur verkefnastjóra Eyþings þar sem fram kemur að leiðrétt uppgjör Brúar lífeyrissjóðs á lífeyrisauka vegna varúðar- og jafnvægissjóðs er 7.199.806 mkr. sem skiptist á aðildarfélög Eyþings eftir íbúafjölda með sama hætti og árgjald Eyþings.

Hlutur Fjallabyggðar í uppgjöri við sjóðinn er kr. 474.622.-

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 474.622.- í viðauka nr. 10/ 2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé á lið 22010-1512.

12.Málefni vatnsveitu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, Ámunda Gunnarssonar slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags, 9. ágúst 2018 ásamt greinargerð Þormóðs Sigurðssonar varaslökkviliðsstjóra er varða ástand vatnsveitu í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

13.Loftmengun í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Júlíusar Kristins Magnússonar varðandi loftmengun frá fiskvinnslufyrirtæki við höfnina í Ólafsfirði þar sem hann óskar upplýsinga um hvað verið sé að gera í málinu.

Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra hefur haft aðkomu að málinu og telur að búið sé að koma í veg fyrir ólykt sem var vegna bilunar í hreinsibúnaði fyrirtækisins.

Heilbrigðisfulltrúi hefur haldið bæjarráði og starfsmönnum sveitarfélagsins upplýstum um málið.

Bæjarráð fagnar því að búið sé að koma hreinsibúnaði í lag.

14.Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað leyfi frá Samgöngustofu/Mannvirkja- og leiðsögusviði til Fjallabyggðar til þess að reka Siglufjarðarflugvöll sem skráðan lendingarstað samkvæmt umsókn sveitarfélagsins frá 20. júlí 2018 og í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 464/2007 um flugvelli.

Tegund umferðar : NTL-IFR/VFR-NS-P-E
Viðmiðunrkóði flugbrautar er: 1

Útgáfudagur leyfis er 24. júlí 2018 og gildir það til 24. júlí 2019.

Bæjarráð fagnar því að Siglufjarðarflugvöllur skuli nú vera skráður lendingarstaður þar sem um bættar samgöngur til Fjallabyggðar er að ræða.

15.Trúnaðarmál - v.upplýsingamál

Málsnúmer 1807060Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í Trúnaðarbók.

16.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 45

Málsnúmer 1807006FVakta málsnúmer

  • 16.1 1612033 Arctic Coast Way
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 45. fundur -1. ágúst 2018 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti Norðurstrandarveginn eða Arctic Cost Way sem er fyrirhugaður ferðamannavegur um strandir Norðurlands. Norðurstrandarleið er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu, á vegum Markaðsstofu Norðurlands, sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað. Markmiðið er að skapa betri tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til að selja vörur og þjónustu undir vörumerki Norðurstrandarleiðar og vera í leiðinni sýnilegri á innlendum og erlendum markaði. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 567. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 45. fundur -1. ágúst 2018 Ákveðið að fresta umfjöllun um uppgjör hátíða í Fjallabyggð 2018 þar til öll uppgjör liggja fyrir. Uppgjör vegna 17. júní hátíðarhalda hefur borist en von er á ítarlegri gögnum. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 567. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 45. fundur -1. ágúst 2018 Fyrr á þessu ári var stofnaður stýrihópur til að klára vinnu við Ferðastefnu Fjallabyggðar. Ákveðið að formaður nefndarinnar fundi með stýrihópnum á næstunni vegna vinnunnar sem framundan er við ferðastefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 567. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

17.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 57

Málsnúmer 1808002FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 10. ágúst 2018 Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar sat undir þessum lið.

    Lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Eftirtaldir sóttu um starfið:

    Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri sérkennslu.
    Helena H. Aspelund, kennari.
    Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.

    Allir aðilar voru metnir hæfir og voru öll boðuð í viðtal.

    Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeilar tóku starfsviðtöl við umsækjendur. Deilarstjóri félagsmáladeildar lagði fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 567. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:20.