Loftmengun í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Lagt fram erindi Júlíusar Kristins Magnússonar varðandi loftmengun frá fiskvinnslufyrirtæki við höfnina í Ólafsfirði þar sem hann óskar upplýsinga um hvað verið sé að gera í málinu.

Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra hefur haft aðkomu að málinu og telur að búið sé að koma í veg fyrir ólykt sem var vegna bilunar í hreinsibúnaði fyrirtækisins.

Heilbrigðisfulltrúi hefur haldið bæjarráði og starfsmönnum sveitarfélagsins upplýstum um málið.

Bæjarráð fagnar því að búið sé að koma hreinsibúnaði í lag.