Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

288. fundur 07. september 2022 kl. 16:00 - 16:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar - Ólafsfjörður

Málsnúmer 2104091Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010 frá 20. apríl - 1. júní 2022. Unnið hefur verið úr athugasemdum sem bárust á kynningartímanum og eru svör við þeim einnig lögð fram. Breytingar eftir auglýsingu eru að finna í 6.kafla greinargerðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Ólafsfjarðar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Skógarstígur 10

Málsnúmer 2010039Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar f.h. lóðarhafa að Skógarstíg 10 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit og mænisstefnu í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Nefndin samþykkir stækkun byggingarreits um 8 metra til suðurs en hafnar tillögu um breytta mænisstefnu og vísar til núgildandi deiliskipulags. Lóðarhafi þarf sjálfur að kosta til breytinga á deiliskipulagi vegna stækkunnar á byggingarreit.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 2106029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 4. september þar sem Ester Harpa Vignisdóttir og Katrín Jónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Bakkabyggð 6. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir unnir á VK verkfræðistofu ehf. og skráningartafla.
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingaráformin að uppfylltum skilyrðum um skil á teikningum þar með talið séruppdráttum.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Eyrarflöt 11-13

Málsnúmer 2209012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 5.september 2022 þar sem Berg ehf. sækir um leyfi fyrir byggingu parhúss við Eyrarflöt 11-13 á Siglufirði. Einnig lögð fram drög að aðaluppdráttum hannað af Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingaráformin að uppfylltum skilyrðum um skil á teikningum þar með talið séruppdráttum.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Eyrarflöt 22-28

Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 5.september 2022 þar sem Berg ehf. sækir um leyfi fyrir byggingu raðhúss við Eyrarflöt 22-28 á Siglufirði. Einnig lögð fram drög að aðaluppdráttum hannað af Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingaráformin að uppfylltum skilyrðum um skil á teikningum þar með talið séruppdráttum.

6.Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Suðurgata 49

Málsnúmer 2208042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags.17.8.2022 þar sem Hörður Rögnvaldsson f.h. Ikaup ehf. sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Suðurgötu 49, Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Hólavegur 6 Siglufirði

Málsnúmer 2209004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Steinunn Bergsdóttir sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hólaveg 6, Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 25 Siglufirði

Málsnúmer 2209005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Iwona Bachleda-Curus sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hólaveg 25, Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 30-38

Málsnúmer 2106004Vakta málsnúmer

Þar sem tímafrestur vegna skila á gögnum er runnin út og ekki hefur verið óskað eftir frekari fresti, fellur lóðarúthlutun Eyrarflatar 30-38 úr gildi og er lóðin laus til úthlutunar.
Samþykkt
Samþykkt.

10.Rafhleðslustæði á bílaplanið við Hól

Málsnúmer 2208050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gunnlaugs Freys Arnarsonar f.h. Siglóhóls ehf. þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til uppsetningar á rafhleðslustöðvum við Hól. Einnig er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að merkingu og lýsingu rafhleðslustæðanna.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir uppsetningu Siglóhóls ehf. á rafhleðslustöðvum við Hól en vísar seinnihluta erindis er varðar aðkomu bæjarins að merkingu og lýsingu til bæjarráðs.

11.Yfirferð á sumarstörfum 2022

Málsnúmer 2209008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar f.h. H-listans í Fjallabyggð þar sem óskað er eftir því að á næsta fundi nefndarinnar verði lagt fram minnisblað um það hvernig til tókst í sumar með vinnuskólann, garðslátt og almenna snyrtingu á opnum svæðum i sveitarfélaginu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Varðandi störf vinnuskólans sumarið 2022 vísar nefndin í bókun 114. fundar fræðslu- og frístundanefndar þann 5.september sl. en felur deildarstjóra tæknideildar að vinna minnisblað í samvinnu við bæjarverkstjóra er varðar garðslátt, tækjakost og almenna snyrtingu á opnum svæðum sumarið 2022, fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 16:30.