Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

279. fundur 11. janúar 2022 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Tillaga að deiliskipulagi - Gránugata 5 og 13

Málsnúmer 2110070Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir og ábendingar vegna tillögu að deiliskipulagi á Gránugötu 5 og 13, Siglufirði.
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Gránugötu 5 og 13, með athugasemdafresti frá 18. nóvember 2021 til 30. desember 2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Minjastofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Heilbrigðiseftirlitið telur rétt að skolp frá salernum sé aðskilið frá öðrum lögnum vegna mengunarvarna.

2.Ósk um umsögn um skipulags- og matslýsingu fyrir Dalvíkurlínu 2

Málsnúmer 2112054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Írisar Ingólfsdóttur, f.h. Dalvíkurbyggðar, dags. 28. desember 2021 þar sem óskað er eftir umsögn frá Fjallabyggð á skipulags- og matslýsingu fyrir Dalvíkurlínu 2.
Brynja Hafsteinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við matslýsinguna.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Fiskmarkaður Hafnarbryggju

Málsnúmer 2112029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 9. desember 2021 þar sem L-7 ehf. og FMS hf. sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á húsnæði Fiskmarkaðarins á Hafnarbryggju.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að sótt verði um stækkun lóðar þar sem viðbyggingin nær út fyrir gildandi lóðarmörk.

4.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 13

Málsnúmer 2112035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 15. desember 2021 þar sem Anton Freyr Karlsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Norðurgötu 13, Siglufirði.
Nefndin samþykkir umsókn með fyrirvara um samþykki annarra eigenda í Norðurgötu 11-13.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 44

Málsnúmer 2112036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 16. desember 2021 þar sem Jóhann Valberg Jónsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir hönd Sigríðar Kristínar Björnsdóttur vegna Suðurgötu 44, Siglufirði, ásamt stækkun lóðar sbr. notkun.
Nefndin samþykkir umsókn og stækkun lóðar.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 5

Málsnúmer 2201010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 6. janúar 2022 þar sem Sigló Cabin ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Norðurgötu 5, Siglufirði.
Nefndin samþykkir umsókn.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 14b

Málsnúmer 2112061Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 29. desember 2021 þar sem Guðrún Linda Þorvaldsdóttir sækir um endurnýjun að lóðarleigusamningi að Hávegi 14b, Siglufirði, ásamt stækkun lóðar sbr. grunn og notkun.
Nefndin samþykkir umsókn og stækkun lóðar austur að götu.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 16

Málsnúmer 2112060Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 29. desember 2021 þar sem Guðrún Linda Þorvaldsdóttir sækir um endurnýjun að lóðarleigusamningi að Hávegi 16, Siglufirði.
Afgreiðslu frestað.

9.Sorphirða í Fjallabyggð 2022 - Sorphirðudagatal

Málsnúmer 2112057Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að sorphirðudagatali fyrir árið 2022 frá Íslenska Gámafélaginu ehf.
Nefndin felur tæknideild að kanna möguleika á því að fjölga losunum á grænu tunnunni.

10.Snjókrosskeppni í Ólafsfirði

Málsnúmer 2112044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun Bæjarráðs Fjallabyggðar á 725. fundi;
Lagt er fram erindi Ásgeirs Frímannssonar dags. 20. desember 2021. Í erindinu er óskað heimildar til að halda snjókrosskeppni í samstarfi við Kappakstursklúbb Akureyrar (KKA) í Ólafsfirði helgina 26. til 27. febrúar nk. Keppnin yrði haldin innanbæjar, ef snjóalög leyfa, líkt og gert var á árunum 2000 til 2009. Keppt verður í fimm flokkum, þ.e. í byrjenda-, kvenna-, sport-, og próflokki.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til umrædds mótshalds og felur deildarstjóra tæknideildar að vera tengiliður bæjarins gagnvart mótshöldurum hvað varðar nánari staðsetningu og útfærslu mótsins.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:50.