Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

93. fundur 05. desember 2022 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Heimsóknir til listamanna

Málsnúmer 2211001Vakta málsnúmer

Þann 11. október sl. barst markaðs- og menningarnefnd heimboð frá Síldarminjasafni Íslands ses. Lagt var til að heimsóknin færi fram í lok nóvembermánaðar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd heimsótti Síldarminjasafn Íslands ses. Í heimsókninni var starfsemin kynnt og farið yfir helstu skyldur safnsins og verkefni þess sem hvoru tveggja snúa að móttöku ferðamanna sem og daglegum störfum í þágu minjavörslu í landinu. Nefndin skoðaði einnig Salthús Síldarminjasafnsins. Markaðs- og menningarnefnd þakkar forsvarsmönnum kærlega fyrir mjög svo fróðlegt og skemmtilegt heimboð.

Fundi slitið - kl. 18:00.