Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

102. fundur 01. nóvember 2016 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður, F lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, F lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varamaður, D lista
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2017.
Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætluninni til bæjarráðs.

2.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu fyrir árið 2017. Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskránni til bæjarráðs.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1609084Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1607019Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1609050Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1610097Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

7.Trúnaðarmál, félagsþjónusta

Málsnúmer 1610099Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

8.Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 1610103Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. Í erindinu kemur fram að afstaða sambandsins er að sveitarfélögunum verði frjálst að mynda þjónustusvæði eftir því sem best hentar.

9.Áhrif nýrra húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Málsnúmer 1608050Vakta málsnúmer

Kynningarfundur Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði, 1. nóvember 2016. Tilgangur fundarins er að kynna framkvæmd laga um almennar íbúðir.

Fundi slitið - kl. 13:00.