Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

52. fundur 04. febrúar 2011 kl. 17:00 - 17:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Samþykkt

Undir þessum lið sat Ólafur Þór Ólafsson, skrifstofustjóri Fjallabyggðar.  Ólafur gerði grein fyrir könnun meðal leigjenda um forkaupsrétt á leiguíbúðum í eigu Fjallabyggðar og lagði fram samantekt af niðurstöðu könnunarinnar.  Ólafur Þór vék af fundi kl. 17:45.  Eftir umræður um málið samþykkir félagsmálanefnd eftirfarandi:  Félagsmálanefnd harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við framkvæmd á bókun bæjarráðs um þetta mál, frá 25.01 s.l. þar sem samþykkt var að kanna hug leigjenda hjá Fjallabyggð til forkaupsréttar á allt að 17 íbúðum skv. lista. Því miður var framkvæmdin með þeim hætti að allar íbúðir Fjallabyggðar, sem eru 43 talsins, utan íbúða aldraðra í Skálarhlíð, voru settar í sölumeðferð með bréfi til íbúa.  Slíkt hefur aldrei komið til greina af hálfu Félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd hefur áður samþykkt tillögu um að tiltekin fjöldi íbúða skv. nánari útfærslu, verði settar á söluskrá á árinu 2011.  Jafnframt lagði nefndin til að í þeim tilvikum sem íbúðir kunna að verða auglýstar til sölu, verði núverandi íbúum boðin forkaupsréttur af íbúðunum.  Tillaga félagsmálanefndar er skýr varðandi fjölda íbúða sem lagt er til að verði settar í söluferli og einnig hvaða íbúðir nákvæmlega um ræðir. Vill nefndin leggja áherslu á að það er ekki vilji nefndarinnar að allar íbúðir sveitarfélagsins verði settar á söluskrá.

Félagsmálanefnd beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjarráðs að farið verði að tillögu félagsmálanefndar skv. bókun frá 50. fundi, 21. desember 2010.

Félagsmálanefnd óskar eftir að haft verði samband við þá leigjendur sem hlut eiga að máli, í samráði við starfsmenn félagsþjónustunnar og þeir beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir.  Jafnframt óskar nefndin eftir því að menn dragi lærdóm af þessu máli.  Bréf sem þessi eiga undir engum kringumstæðum að fara út án samráðs við nefndina eða starfsmenn hennar.

 

Fundi slitið - kl. 17:00.