Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

155. fundur 22. apríl 2024 kl. 12:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Reglur Fjallabyggðar um stofnframlög

Málsnúmer 2403014Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram drög að reglum um stofnframlög Fjallabyggðar lögð fram til umsagnar og gerði deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar grein fyrir reglunum.
Veitingu stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í Fjallabyggð á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Þessi markmið falla vel að húsnæðisstefnu og húsnæðisáætlun Fjallabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með ábendingu um að í reglunum verði gert ráð fyrir sérstakri matsnefnd sem, skipuð fulltrúum félagsmáladeildar, umhverfis- og tæknideildar og stjórnsýslu- og fjármáladeildar hafi það hlutverk að fara yfir umsóknir og gerir tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:30.