Bæjarráð Fjallabyggðar

482. fundur 10. janúar 2017 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Kristinn Kristjánsson varamaður, F lista
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Samkomulag vegna afsláttarkjara á heitu vatni til sundlauga

Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi milli Norðurorku og Fjallabyggðar um afláttarkjör á heitu vatni til sundlaugar í Ólafsfirði.

Einnig kynnt áhrif samkomulags á útgjöld vegna kaupa á heitu vatni af Norðurorku.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita.

2.Kauptilboð - Lindargata 2

Málsnúmer 1610069Vakta málsnúmer

Lagt fram kaupsamningur um kaup á Lindargötu 2 Siglufirði af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, undirritaður í desember 2016 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Kaupverð er 22,5 m.kr. og greiðist með skuldabréfi til 25 ára.

Bæjarráð samþykkir kaupsamning, afsal og skuldabréf og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

3.Ræsting í Leikskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1606055Vakta málsnúmer

Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.

Á 481. fundi bæjarráðs 22. desember 2016, var afgreiðslu frestað.

Tilboð í ræstingu Leikhóla voru opnuð 19. desember kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Tómas Waagfjörð 9.045.813,-
Minný ehf 9.831.786,-

Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda og að miðað sé við að ræsting hefjist 16. janúar 2016.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að bjóða aftur út ræstingu fyrir Leikskála á Siglufirði, með vísun í innkaupareglur bæjarfélagsins.

4.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2016.
Innborganir nema 1.014,8 m.kr. sem er 94% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 1.074,7 m.kr..

Einnig var lagt fram yfirlit fyrir sama tímabil með samanburð við níu önnur sveitarfélög.

5.Rekstraryfirlit nóvember 2016

Málsnúmer 1612046Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir nóvember 2016.
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til nóvember, 2016, er 8 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
Tekjur umfram gjöld eru 115,6 millj. í stað 123,6 millj.
Tekjur eru 41,4 millj. hærri en áætlun, gjöld 78,0 millj. hærri og fjármagnsliðir 28,6 millj. lægri.

Stærstu frávik tengjast lægra útsvari, lægri hafnartekjum og hærra viðhaldi á fráveitu- og vatnsveitukerfum.

6.Framlög til stjórnmálasamtaka - 2016

Málsnúmer 1701032Vakta málsnúmer

Á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, samþykkir bæjarráð að framlag vegna 2016, verði óbreytt kr. 360.000, og því verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í Fjallabyggð í kosningum 2014.
Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21810 og komi til greiðslu í janúar 2017.

7.Athugasemd Herhúsfélagsins vegna fyrirhugaðs deiliskipulags norðan Hafnarbryggju.

Málsnúmer 1701018Vakta málsnúmer

Í erindi eiganda húseignar að Tjarnargötu 8 Siglufirði, dagsett 31. desember 2016. er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna skipulags á landfyllingu norðan Hafnarbryggju.
Skipulagslýsing var í auglýsingu frá 22. til 31.desember og barst athugasemd frá Herhúsfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um málið.

8.Launaþróun tónlistarkennara og staða kjaraviðræðna

Málsnúmer 1612002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum til bæjarfulltrúa, dagsett 31. desember 2016.
Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af gangi mála við gerð kjarasamnings, en tónlistarkennarar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) hafa verið samningslausir í 14 mánuði.

9.Göngubrú yfir Ólafsfjarðará

Málsnúmer 1504048Vakta málsnúmer

Á 480. fundi bæjarráðs, 20. desember 2016, í tengslum við erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, var samþykkt að bjóða bréfritara að taka við brúnni í því ástandi sem hún er endurgjaldslaust, að öðrum kosti yrði brúin fjarlægð.

Í bréfi til bæjarráðs, dagsett 29. desember 2016, afþakkar Haraldur boð bæjarráðs um að þiggja brúna að gjöf.

Bæjarráð vísar í fyrri bókun og samþykkir að láta fjarlægja brúna.

10.Umsókn um ytra mat leikskóla

Málsnúmer 1610083Vakta málsnúmer

Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, var samþykkt að senda umsókn til Menntamálastofnunar um gerð ytra mats á starfi leikskólum Fjallabyggðar.

Í svari Menntamálastofnunar, dagsett 2. janúar 2017, kemur fram að ákveðið hefur verið að gera ytra mat á starfsemi leikskóla Fjallabyggðar, haustið 2017.

11.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2016

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hornbrekku frá 8. nóvember 2016 og 21. desember 2016.

12.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 289. fundi, 16. desember 2016.

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016

Málsnúmer 1601008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 16. desember 2016.

14.Fundargerðir stjórnar Róta bs. - 2016

Málsnúmer 1601010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Róta vegna fundar 19. desember 2016.

Fundi slitið - kl. 09:00.