Bæjarráð Fjallabyggðar

379. fundur 10. febrúar 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Styrkumsóknir 2015 - Menningarmál

Málsnúmer 1409036Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Þjóðlagaseturs, Gunnsteinn Ólafsson, Guðný Róbertsdóttir og Sigurður Hlöðvesson og upplýstu um stöðu setursins.
Einnig var lagður fram ársreikningur Þjóðlagaseturs 2014 og skýrsla um starfsemina.

Bæjarráð telur mikilvægt að starfsemi setursins sé betur tryggð og mun leggja sitt af mörkum að svo verði með viðræðum við landshlutasamtök og ríki.

2.Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð

Málsnúmer 1501052Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd lagði til á fundi sínum 21. janúar 2015 að haldið yrði fyrirtækjaþing í Fjallabyggð þar sem fyrirtæki og sveitarfélagið standi sameiginlega að opinni umræðu um atvinnumál og hverskyns hluti sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Lagt var til við bæjarráð að settur yrði á laggirnar fimm manna vinnuhópur skipaður fulltrúum sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem gerði tillögu að framsetningu þingsins og hugsanlegu samstarfi við fyrirtæki og/eða stofnanir utan sveitarfélagsins.
Stefnt bæri að því að þingið yrði haldið eigi síðar en í lok apríl 2015.

Eftir umfjöllun samþykkir bæjarráð að óska eftir nánari útfærslu á fyrirtækjaþinginu þ.e. framkvæmd, markmið og áætlaðan kostnað.

3.Málefni bókasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408004Vakta málsnúmer

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar 5. febrúar 2015, var m.a. rædd ósk forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns um að fá að ráða starfsmann í 100% starf til að geta hafið vinnu við að koma skjalamálum stofnana í viðunandi horf.
Nefndin studdi tillögu forstöðumanns um að ráðinn verði einn starfsmaður í 100% starf til að vinna við héraðsskjalasafnið, bókasafnið og upplýsingamiðstöð og leggur til við bæjarráð að það verði samþykkt.

Í fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir 50% stöðu við héraðsskjalasafnið og telur bæjarráð rétt að halda óbreyttu stöðugildi að svo stöddu.

4.Rekstur upplýsingamiðstöðva sumarið 2014

Málsnúmer 1409106Vakta málsnúmer

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar 5. febrúar 2015, var ákveðið að leggja til við bæjarráð að rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði yrði boðinn út yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst og starfsemi hennar yrði í bókasafninu á öðrum tíma ársins.

Bæjarráð óskar eftir að markaðs- og menningarfulltrúi taki saman fyrir bæjarráð þau grunnatriði, leiðbeiningar og reglur sem þarf til fyrir rekstur upplýsingamiðstöðva og leggi tillögu fyrir bæjarráð.

5.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir og í hennar stað kom Kristjana R. Sveinsdóttir.

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar 5. febrúar 2015, var tekið fyrir bréf frá Örlygi Kristfinnssyni f.h. Síldarminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018.
Lagt er til að Síldarminjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita- og strandmenningarfélagið sem hefur verið tengiliður Íslands við þessa hátíð sem haldin hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu 2011. Samstarfið myndi fyrst og fremst felast í samvinnu um skipulagningu og nokkurri kostnaðarhlutdeild. Fyrsta skrefið yrði að mynda samráðsvettvang fulltrúa þessara þriggja aðila. Í bréfinu er einnig bent á að árið 2018 verða eitthundrað ár liðin síðan Siglufjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og tvöhundruð ár síðan hann varð löggiltur verslunarstaður.
Markaðs- og menningarnefnd tók jákvætt í erindið og vísaði því til endanlegrar ákvörðunar bæjaráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og frekari upplýsingar um hátíðina, fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Fuglaathugunarstöð Suðausturlands

Málsnúmer 1502023Vakta málsnúmer

Í erindi Fuglaathugunarstöð Suðurlands er lögð fram beiðni um útgáfustyrk vegna afmælisrits.

Bæjarráð hafnar erindinu.

7.Skráning Garðsvegar í vegaskrá

Málsnúmer 1301061Vakta málsnúmer

Í erindi Haraldar Marteinsson dagsett 30. janúar 2015 er óskað upplýsinga um stöðu mála varðandi Garðsveg vestan Ólafsfjarðarvatns og framtíð vegarins verði til lyktar leidd.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna að lausn málsins.

8.Söluheimild - Laugarvegur 39 íbúð 201

Málsnúmer 1502028Vakta málsnúmer

Þar sem húsaleigusamningi vegna Laugarvegar 39 íbúð 201 í Siglufirði hefur verið sagt upp og húsnæðið laust frá 15. mars 2015, óskar deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála eftir heimild til að setja umrædda húseign á sölu með möguleika á skammtímaleigu á meðan á söluferli stendur.

Bæjarráð samþykkir söluheimild fyrir íbúð 201 í Laugarvegi 39 á Siglufirði.

9.Fasteignagjöld 2015

Málsnúmer 1502001Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir og í hennar stað kom Kristjana R. Sveinsdóttir.
Sólrún Júlíusdóttir vék einnig af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um verðkönnun á kröfuinnheimtu fasteignagjalda 2015.
Þar kemur fram að Arion banki og Afl Sparisjóður tóku þátt í verðkönnunni.

Bæjarráð samþykkir að taka lægra tilboðinu sem var frá AFL-Sparisjóði.

10.Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 1502026Vakta málsnúmer

Í erindi Ungmennafélags Íslands frá 6. febrúar 2015 eru upplýsingar vegna ungmennaráðstefnu UMFÍ "Ungt fólk og lýðræði" sem fer fram í Stykkishólmi dagana 25. til 27. mars n.k.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa og felur honum að kynna fyrir Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar.

11.Verksamningur - Hreinsitækni

Málsnúmer 1110019Vakta málsnúmer

Í ljósi ákvæðis samnings við Hreinsitækni m.a. um gatna- og gangstéttasópun, götuþvott, holræsahreinsun og myndun lagna, þarf að segja samningi upp með 6 mánaða fyrirvara, þar sem sjálfvirk endurnýjun er í samningi.

Bæjarráð samþykkir að segja upp samningnum og bjóða út verkefni sem tilgreind eru vegna 2016-2018.

12.Framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Siglunesi

Málsnúmer 1301032Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. febrúar s.l. var lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni.
Þar kemur fram að Vegagerðin stefni að því að hefja framkvæmdir sjóvarna á Siglunesi sem fyrst, þar sem öll tilskilin leyfi og skilyrði hafi verið uppfyllt.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fram yfirlit yfir kostnað fyrir næsta fund bæjarráðs.

13.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 1501039Vakta málsnúmer

Nánari útfærsla á drögum að ráðningarsamningi lögð fram til kynningar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir ráðningarsamninginn.
S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og vísar í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

14.Gólfþvottavél fyrir Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundafulltrúa um fjármagn til endurnýjunar á gólfþvottavél í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Kostnaður við vélarkaup er kr. 1.102.000,-.

Bæjarráð samþykkir að fjármögnun kaupanna verði að hluta til með millifærslu milli rekstrarliða yfir á verkfærakaup, einnig að eldri vél verði seld.

Jafnframt vísar bæjarráð ofangreindri samþykkt til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

15.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna annars vegar gólfþvottavélar fyrir íþróttamiðstöð og hins vegar vegna starfslokasamnings við fráfarandi bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka við fjárhagsáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.Vinabæjatengsl - Erindi frá Ítalíu

Málsnúmer 1405027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og reglur

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar reglur sem eru til umfjöllunar hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar, UÍF, og fyrirliggjandi úthlutun frítíma þennan veturinn.

Bæjarráð telur rétt að yfirfara þær reglur nánar sem voru til kynningar og felur formanni og varaformanni bæjarráðs að ræða við íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að skoða heildstætt styrkjafyrirkomulag til íþróttamála þar sem jafnræði, samræming og gagnsæi verði haft að markmiði.
Niðurstaða liggi fyrir í apríl 2015.

18.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu sem barst eftir að Atvinnumálanefnd hafði fjallað um eftirlit með byggðakvóta.

Þar kemur m.a. fram að sviðstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu telur eðlilegt að viðkomandi bæjarfélag tryggi að sá afli sem ætlaður er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi sé sannarlega verkaður þar.
Bæjarfélagið beri því að minnsta kosti hluta af ábyrgðinni á byggðakvótanum.

Lagt fram til kynningar.

19.Úthlutun viðbótarframlags vegna sölu félagslegra íbúða

Málsnúmer 1502006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Varasjóði húsnæðismála vegna úthlutunar sjóðsins á viðbótarfjármagni til bæjarfélagsins, vegna sölu félagslegra íbúða á árinu 2014.

20.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501008Vakta málsnúmer

Fundargerð 824. fundar lögð fram til kynningar.

21.Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Málsnúmer 1502024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Nýsköpunarverkefni sveitarfélaga á www.samband.is

Málsnúmer 1502025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umferðarmálin í öndvegi - Umferðarþing og samgönguþing

Málsnúmer 1502027Vakta málsnúmer

Umferðar- og samgönguþing verður haldið í Reykjavík 19. febrúar 2015.

Bæjarráð leggur til að bæjarfulltrúi Kristinn Kristjánsson sæki þingið fyrir hönd Fjallabyggðar.

24.Til umsagnar - Frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál

Málsnúmer 1502022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.