Bæjarráð Fjallabyggðar

786. fundur 18. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti á fund bæjarráðs og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.

2.Endurskoðun á lögboðinni ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303093Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála og deildarstjóra félagsmáladeildar um ferðaþjónustu í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs nánari útfærslu vegna ferðaþjónustunnar t.d. forgangsröðun, greiningu á núverandi notkun og þarfagreining útfærða í samráði við núverandi stofnanir og notendur.

3.Hvatar vegna nýbygginga

Málsnúmer 2303052Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2024. Með þessu vill bæjarráð búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu.

4.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2209046Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð vegna sameiningar á íbúðum á 3. hæð í Skálarhlíð. Eitt tilboð barst frá L7 ehf.
Samþykkt
Kostnaðaráætlun verksins var kr. 16.725.024,-
L-7 ehf. bauð kr. 17.997.288,-
Bæjaráð samþykkir að taka tilboði L-7 ehf. í verkið.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir mars 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 120.660.382,- eða 96,2% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað um 17 á tímabilinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til mars 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Staða innheimtu 2023

Málsnúmer 2303023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um aldursgreiningu innheimtukrafna, sundurliðað eftir viðskiptareikningum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Skipan í stjórn SSNE

Málsnúmer 2304037Vakta málsnúmer

Á ársþingi SSNE (Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) sem haldið var á Siglufirði 14.-15. apríl síðastliðinn var samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að hvert sveitarfélag á nú að skipa einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn SSNE, nema Akureyrarbær sem skipar tvo.
Af því tilefni er hér með óskað eftir að bæjarstjórn Fjallabyggðar skipi bæði aðalfulltrúa- og varafulltrúa í stjórn SSNE. Stefnt er að því að fyrsti fundur nýrrar stjórnar verði haldinn 3. maí næstkomandi. Ef fyrirséð er að ekki náist að skipa fulltrúa fyrir þann tíma má gjarnan láta undirritaða vita af því.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð leggur til að skipaður varamaður í stjórn SSNE taki sæti aðalmanns í stjórn SSNE þar til bæjarstjórn hefur skipað fulltrúa bæjarfélagsins í stjórn SSNE.

9.Styrktarsjóður EBÍ 2023.

Málsnúmer 2304014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Styrktarsjóði EBÍ þar sem aðildarsveitarfélög eru hvött til þess að sækja um styrk í sjóðinn fyrir 30. apríl nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 2304024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Icelandic Eider ehf. um efnislosun við Leirutanga.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögur að úrbótum og lausn. Bæjarráð tekur fram að efnið sem um ræðir er í eigu sveitarfélagsins og á ábyrgð þess.

11.Fagháskólanámi í leikskólafræði

Málsnúmer 2304028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri til kynningar á Fagháskólanámi í leikskólafræði.
Verkefnið Fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Fagháskólanáminu er ætlað að efla fagmenntun í leikskólunum með því að fjölga kennurum og að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf. Markmið verkefnisins eru jafnframt að þróa fjárnámsmöguleika og gefa starfsfólki leikskóla sem ekki lauk framhaldsskóla tækifæri til sérsniðins náms sem getur orðið brú yfir í háskólanám. Fagháskólanámið er liður í að fjölga leikskólakennurum, en um 1.500 leikskólakennara vantar til starfa. Með þróun fjarnámsmöguleika mun fagháskólanámið stuðla að auknu jafnrétti til náms í landinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarfélagið mun senda fulltrúa sinn á fundinn.

12.Ársreikningur Þjóðlagaseturs 2022

Málsnúmer 2304030Vakta málsnúmer

Ársreikningur Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar 2022 ásamt skýrslu um sumarstarf 2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerð 51. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.