Bæjarráð Fjallabyggðar

614. fundur 31. júlí 2019 kl. 12:15 - 12:35 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til júlí 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 660.743.433 eða 102,35% af tímabilsáætlun.

2.Bakkabyggð, verðkönnun

Málsnúmer 1901093Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildastjóra tæknideildar, dags. 29.07.2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið "Bakkabyggð, gatnagerð og veitur" mánudaginn 29. júlí sl.
Eftirfarandi tilboð barst:
Sölvi Sölvason 48.843.750
Kostnaðaráætlun 46.547.500
Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar í verkið Bakkabyggð, gatnagerð og veitur. Samkvæmt útboðsgögnum er verkinu áfangaskipt og verður framkvæmt fyrir 18 mkr. á árinu 2019.

3.Laugarvegur 39 - íbúð 101

Málsnúmer 1712036Vakta málsnúmer

Lögð fram tjónamatsgerð vátryggingafélags Sjóvá vegna Laugarvegs 39 Siglufirði, íbúð 101.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tjónamatsgerðina fyrir sitt leiti og samþykkir söluheimild.

4.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára

Málsnúmer 1907025Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarrs fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 01.07.2019 er varðar forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana sveitarfélaga til þriggja ára.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að leggja fram tillögu að tímasetningu vinnu við fjárhagsáætlunarferlið 2020.

Fundi slitið - kl. 12:35.