Daníel Páll ráðinn varaslökkviliðsstjóri

Daníel Páll nýráðinn varaslökkviliðsstjóri
Daníel Páll nýráðinn varaslökkviliðsstjóri

Daníel Páll Víkingsson hefur verið ráðinn varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar og tekur hann við starfinu af Þormóði Sigurðssyni 1. janúar nk.

Auglýst var eftir umsóknum í starf varaslökkviliðsstjóra um síðustu mánaðamót og rann umsóknarfrestur út 14. desember síðastliðinn.

Daníel Páll hefur verið slökkviliðsmaður í Slökkviliði Fjallabyggðar frá árinu 2013 og varðstjóri frá árinu 2021. Hann þekkir slökkviliðið vel og hefur verið þátttakandi í mótun þess síðustu ár. Daníel er menntaður húsasmiður frá Verkmenntaskóla Akureyrar. Hann hefur lokið námi frá Brunamálaskóla Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar og er með löggildingu sem slökkviliðsmaður.

Daníel Páll er kvæntur Ingu Hildu Ólfjörð Káradóttir og saman eiga þau tvö börn. Fjölskyldan er búsett á Ólafsfirði.

Samhliða þessum breytingum hefur Jón Valgeir Baldursson verið settur í stöðu varðstjóra og tekur hann við þeirri stöðu af Daníel Páli 1. janúar n.k.“