Frístund 2024-2025

Málsnúmer 2404012

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 08.04.2024

Farið yfir nýtingu Frístundar á líðandi skólaári og hugmyndir fyrir næstu önn.
Vísað til bæjarráðs
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara grunnskólans og Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og frístundafulltrúi kynntu hugmynd að útfærslu fyrir Frístund á næsta skólaári. Nefndinni líst vel á breytingarnar og vísar útfærslunni til umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12.04.2024

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt frístundafulltrúa kynntu og ræddu hugmynd að útfærslu Frístundar á næsta skólaári. Fræðslu- og frístundanefnd leist vel á hugmyndina og vísaði til umræðu í bæjarráði.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. Bæjarráð telur mikilvægt að vinna málið í nánu samráði við þau íþróttafélög sem hafa verið samstarfsaðilar í verkefninu.