Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2024-2027

Málsnúmer 2403041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 05.04.2024

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um skólamáltíðir í grunnskóla Fjallabyggðar lagt fram.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið. Bæjarráð óskar eftir vinnufundi með deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til þess að fara yfir tillögurnar og stöðuna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 827. fundur - 12.04.2024

Gildistími þjónustusamnings vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 rennur út 5. júní 2024. Ákvæði er í samningi um möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Skv. framlögðu minnisblaði telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar rétt að óska eftir heimild til útboðs á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, til næstu þriggja skólaára, með möguleika á framlengingu samnings um tvisvar sinnum eitt ár í senn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um að farið verði í útboð á skólamáltíðum í samræmi við minnisblaðið, en vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Gildistími þjónustusamnings vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 rennur út 5. júní 2024. Ákvæði er í samningi um möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Skv. framlögðu minnisblaði telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar rétt að óska eftir heimild til útboðs á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, til næstu þriggja skólaára, með möguleika á framlengingu samnings um tvisvar sinnum eitt ár í senn.

Á 827. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um að farið verði í útboð á skólamáltíðum í samræmi við minnisblaðið, en málinu var jafnframt vísað til frekari umræðu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.