Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Umræða tekin um breytingu á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði með það að markmiði að uppbygging svæðisins bjóði upp á fjölbreyttari húsagerðir.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins í samræmi við umræðu nefndarinnar sem leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir; parhús og raðhús.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða dagsett 5.4.2024. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á deiliskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins er gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða dagsett 5.4.2024. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á deiliskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins er gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.