SÍBS Líf og heilsa á Norðurlandi - samstarf við sveitarfélög

Málsnúmer 1709067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26.09.2017

Tekin fyrir styrkbeiðni frá SÍBS Líf og heilsa, sem er forvarnarverkefni um lífstíl og heilbrigði þar sem SÍBS og Hjartaheill heimsækja hvert bæjarfélag og bjóða ókeypis heilsufarsmælingu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Heilsufarsmælingar í Fjallabyggð verða í Heilsugæslunni í Ólafsfirði þann 5. október n.k. kl. 15-17 og í Heilsugæslunni á Siglufirði þann 6. október kl. 9-12. Óskað er eftir styrk að upphæð 50-100 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000 kr. til verkefnisins. Styrkupphæðin verði færð á liðinn “Annar kostnaður 21810-9291 aðrir styrkir og framlög.

Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur bæjarbúa til að nýta sér þjónustuna.