Upptaka frá UT-deginum - Nýjar persónuverndarreglur o.fl.

Málsnúmer 1612020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2016, vegna UT-dagsins, sem haldinn var 1. desember sl., en þar voru kynnt áhrif nýrrar ESB-löggjafar, sem verður innleidd í íslensk lög á næstu misserum, um persónuvernd og net og upplýsingaöryggi, á stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Þessar nýju reglur fela í sér auknar kröfur á opinbera og einkaaðila í þessum efnum. Í niðurlagi bréfs sambandsins til allra sveitarfélaga kemur fram að afar mikilvægt að sveitarfélög fari nú þegar að huga að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf.
Sveitarfélög eru þess vegna hvött til að kynna sér upptöku af framsögum á UT-deginum á http://www.samband.is/vidburdir/fundir-og-radstefnur/atburdir/2016/12/01/eventnr/958 og upplýsingar á heimasíðu Persónuverndar http://www.personuvernd.is/ny-personuverndarloggjof-2018/.