27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. mars 2013

Málsnúmer 1301051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 284. fundur - 29.01.2013

27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 15. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa frá kl. 9:30 til u.þ.b. 16:00.
Fulltrúar Fjallabyggðar eru bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson og Þorbjörn Sigurðsson. Varafulltrúar eru Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26.02.2013

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 15. mars 2013, á Grand hóteli í Reykjavík. Lögð fram drög að dagskrá.

Kjörbréf Fjallabyggðar hafa verið gefin út.